Innköllun á Nioxin 1

Halldór Jónsson ehf hefur í samráði við Umhverfisstofnun innkallað Nioxin Cleanser no 1 fine hair 300 ml og Nioxin Scalp Treatment no 1 fine hair 100 ml sem innihalda ísóbútýlparaben sem ekki er leyfilegt lengur sem innhaldsefni í snyrtivörum.

Halldór Jónsson ehf hefur í samráði við Umhverfisstofnun innkallað Nioxin Cleanser no 1 fine hair 300 ml og Nioxin Scalp Treatment no 1 fine hair 100 ml  sem innihalda ísóbútýlparaben sem ekki er leyfilegt lengur sem innhaldsefni í snyrtivörum.

Samkvæmt nýlegum reglum ESB sem tóku  gildi 30. Júlí 2015 mega vörur ekki innihalda þetta paraben og eru því þessar tvær Nioxin vörur innkallaðar þar sem um eldri birgðir er að ræða sem framleiddar voru fyrir gildistöku þessa banns.

Innihaldsefni snyrtivara eru í stöðugri þróun og þar sem snyrtivörur geta verið í smásölu lengi eftir framleiðsludag er neytendum bent á að skoða má umbúðir til að ganga úr skugga um hvort vara inniheldur tiltekið efni eða ekki.

Þessi innköllun á ekki við um aðrar vörur í Nioxin vörulínunni og ekki aðrar stærðir af Nioxin no 1 vörum.

 

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Nioxin Cleanser fine hair  1 Normal to thin looking hair 300 ml (strikamerki 015600167769) og Nioxin Scalp Treatment fine hair 1 Normal to thin looking hair 100 ml (strikamerki 4015600167905)

Dreifing: Hárgreiðslustofur sem selja Nioxin hárvörur.

Þeir neytendur sem eiga umræddar vörur eru beðnir að nota hana ekki og farga henni eða skila til Halldórs Jónssonar ehf Skútuvogi 11 104 Reykjavík sími 5636300.