Innköllun á NUK snuðkeðju

Vegna niðurstöðu prófunar á NUK snuðkeðju mun Halldór Jónsson ehf taka NUK snuðkeðju úr sölu í verslunum og apótekum. Art no. 101256.329), strikamerki 4008600177012.
Viðskiptavinir geta komið til okkar að Skútuvogi 11 og fengið aðra tegund af snuðkeðju í staðinn, snuðband.
Við hörmum að NUK snuðkeðjan hafi ekki staðist þennan öryggisstaðal og mun NUK endurskoða framleiðsluna á þessum snuðkeðjum.