Auglýsum eftir vörumerkjastjóra

Halldór Jónsson ehf óskar eftir að ráða vörumerkjastjóra til starfa í verslunardeild.
Starfið felur í sér stjórnun á þekktum vörumerkjum sem eru til sölu í stórmörkuðum og apótekum.
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með mikinn áhuga á markaðsmálum og fjölbreyttum samskiptum við fólk.
Viðkomandi sinnir m.a. erlendum og innlendum viðskiptasamböndum, sér um áætlanagerð, markaðssetningu og fleira.

Hæfniskröfur:

  • Háskólagráða í viðskiptafræði eða sambærileg gráða.
  • Reynsla af markaðs og sölumálum
  • Góð íslensku og enskukunnátta
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum, jákvæðni, heiðarleiki og frumkvæði.

Umsókn ásamt ítarlegri ferilsskrá óskast send á netfangið hj@hj.is fyrir miðvikudaginn 12. apríl.
Merkt: Umsókn vörumerkjastjóri
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.